Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 18:58:02 (5351)

1998-03-31 18:58:02# 122. lþ. 100.6 fundur 81#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[18:58]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég nota tækifærið og lýsi yfir ánægju minni með það að mér þykir afstaða hæstv. utanrrh. til þeirrar hugmyndar að lýsa sérstaklega yfir stuðningi við baráttu þessara kvenna mun jákvæðari nú en í umræðunum hér um daginn og ég fagna því. Hæstv. utanrrh. kom að því að það væru svo sem engar sérstakar reglur til um það hvenær væri rétt að nota slíka sérstaka yfirlýsingu og hvenær ekki en ég bendi á það máli mínu til stuðnings að mannréttindasamtök hafa í miklum mæli beitt sér fyrir því að hvetja ríkisstjórnir heims og einstaka utanrrh. eða aðra ráðamenn í utanríkisþjónustu til að beita sér fyrir málinu. Slíkur þungi og slík áhersla hefur verið lögð á þetta mál og ég teldi það mjög af hinu góða ef hæstv. utanrrh. vildi beita sér sérstaklega fyrir málinu.