1998-03-31 20:09:19# 122. lþ. 100.13 fundur 621. mál: #A samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[20:09]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Í þessari þáltill. er um mikilvægan samning að ræða sem Ísland hefur unnið að ásamt öðrum þjóðum. Því miður tíðkast slík starfsemi þó að ég sé sannfærður um að það eigi ekki við um Íslendinga í þessum viðskiptum. Þetta er alþjóðlegur samningur sem full þörf er á og við Íslendingar hljótum berjast gegn slíkum starfsháttum ásamt öðrum þjóðum.

Ég vil leggja til að að lokinni þessari umræðu verði þessari þáltill. vísað til hv. utanrmn.