Skipun tilsjónarmanna

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 16:10:40 (5409)

1998-04-06 16:10:40# 122. lþ. 102.2 fundur 529. mál: #A skipun tilsjónarmanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi MF
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[16:10]

Fyrirspyrjandi (Margrét Frímannsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. svörin en bendi á að það er Hæstiréttur skipar þennan tilsjónarmann þannig að í raun og veru er þar ekki um að ræða að eitthvert sérstakt samstarf þurfi við heilbrigðisyfirvöld. Eina hlutverk tilsjónarmanna, sem er skýrt, er að fylgjast með því að viðkomandi einstaklingur sé ekki vistaður lengur en nauðsyn ber til að Sogni og starfsfólk Sogns hefur reynt að gefa tilsjónarmönnum og aðstandendum sjúklinga og öðrum en tilsjónarmönnum bestar upplýsingar hverju sinni um það hvert er ástand sjúklingsins. Hlutverki tilsjónarmanna er ekki lokið með því vegna þess að í þeim tilvikum þar sem um aðstandendur er að ræða fylgja tilsjónarmenn þessum einstaklingum út af Sogni og nú þegar hafa nokkrir einstaklingar verið útskrifaðir þaðan.

Engin umræða hefur átt sér stað um það hvert skuli vera raunverulegt hlutverk þessara tilsjónarmanna eða hvort um launaða vinnu skuli vera að ræða. Þetta er ákveðin binding og á Sogni hafa komið upp erfiðleikar þar sem bent hefur verið á að það geti verið mjög erfitt fyrir aðstandendur að ætla að taka af skarið með það hvort einstaklingur skuli vistaður lengur en hann sjálfur telur eðlilegt. Þá er betra að þar sé við að eiga fagmanneskju með þekkingu á því sviði en ekki náinn aðstandanda þess einstaklings sem í hlut á.