Heilsugæslumál á Eskifirði og Reyðarfirði

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 16:44:40 (5420)

1998-04-06 16:44:40# 122. lþ. 102.7 fundur 585. mál: #A heilsugæslumál á Eskifirði og Reyðarfirði# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[16:44]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa því máli sem hér er til umræðu. Það sem ég hef haft mestar áhyggjur af varðandi þetta læknishérað er læknavandinn sem hefur verið viðvarandi núna undanfarið ár og á rætur að rekja til óvissu í kjaramálum heilsugæslulækna og breytinga sem urðu í þeim efnum. Ég hef ekki tíma til að rekja það mál í þeim tíma sem ég hef hér.

[16:45]

Það er nauðsynlegt að kjaranefnd endurskoði staðaruppbætur þarna eins og hún hefur heimild til en hins vegar er einnig nauðsynlegt að vinna áfram að tillögum um að bæta starfsumhverfi í heilsugæslunni og auka samvinnu þar á milli sem gæti orðið til þess að styrkja læknishéraðið í sessi.

Aðstaða er góð í heilsugæslustöðinni en hins vegar liggur fyrir loforð, frá þeim tíma er í það var ráðist, um að byggja upp heilsugæsluna á Reyðarfirði einnig. Það er úrlausnarefni sem ekki hefur tekist að ljúka enn, en nauðsynlegt er að halda áfram í því efni.