Tilkostnaður við tannréttingar

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 17:06:48 (5429)

1998-04-06 17:06:48# 122. lþ. 102.8 fundur 610. mál: #A tilkostnaður við tannréttingar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[17:06]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið höfum við náð verulegum árangri á þessu sviði og þeir sem ekki fengu greitt til 1997 eru nú að fá 100 þús. kr. greiddar. Það hlýtur að vera mikil búbót. Sú vinna sem tryggingayfirtannlæknir hefur unnið í Tryggingastofnun er mjög merkileg fyrir margra hluta sakir og gerir það að verkum að endurgreiðslur til sjúklinga hafa hækkað vegna þess að verðlagseftirlitið er miklu betra en nokkurn tíma hefur verið. Tannlæknadeild Tryggingastofnunar var tölvuvædd fyrir tveimur árum og það gerbreytir allri þessari aðstöðu þannig að við eigum miklu auðveldara með að bera saman verðlagningu en eins og hér hefur fram komið getur verðlagningin verið allt frá 30 þús. upp í 400 þús. kr.

Þetta er nokkuð sem við höfum verið að vinna að að bæta og ég held að óhætt sé að segja að okkur hefur tekist mjög vel til þarna, a.m.k. eru þeir sem njóta þjónustunnar miklu ánægðari í dag en þeir voru fyrir tveimur árum.