Málefni Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 17:30:35 (5437)

1998-04-06 17:30:35# 122. lþ. 102.10 fundur 575. mál: #A málefni Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 122. lþ.

[17:30]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjendum, hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni og hv. þm. Margréti Frímannsdóttur, fyrir þessar fyrirspurnir. Ég þakka enn fremur hæstv. ráðherra fyrir greinargóð svör. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en svo að þrátt fyrir upphlaup þeirra aðila, sem tilgreindir eru í fyrirspurn hv. þingmanna, sökum þess að Samkeppnisstofnun er farin að beita sér meira að fyrirtækjum á fákeppnismarkaði í stað fyrirtækja á opinberum markaði, og hróp og köll um breytingar þá sýnist mér að hæstv. viðskrh. ætli ekki í neinu að taka tillit til þeirra athugasemda og ég held að það sé hárrétt hjá hæstv. viðskrh. Ég fagna þeim svörum sem hann hefur sett fram í umræðunni og vona að hann muni áfram standa vörð um samkeppnina því að samkeppnin er til staðar samkeppninnar vegna en ekki fyrir fyrirtækin.