Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 14. apríl 1998, kl. 13:31:39 (5440)

1998-04-14 13:31:39# 122. lþ. 103.91 fundur 298#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 122. lþ.

[13:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundahaldið í dag og næstu daga tekur forseti þetta fram: Um klukkan fjögur í dag verður utandagskrárumræða um ráðstöfun sýslumannsembættisins á Hólmavík. Málshefjandi er hv. þm. Sighvatur Björgvinsson og hæstv. dómsmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða.

Á morgun klukkan ellefu verður umræða um skýrslu viðskrh. um málefni Landsbanka Íslands hf. Samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar svo og við hæstv. viðskrh. Að öðru leyti verða þingmannamál á dagskrá á morgun og fyrir hádegi á fimmtudag. Síðari hluta fimmtudags verða mál úr nefndum og stjórnarfrumvörp. Á föstudag og laugardag verða nefndarfundir eins og áður hefur verið tilkynnt.