Tilhögun þingfundar

Miðvikudaginn 15. apríl 1998, kl. 11:00:50 (5490)

1998-04-15 11:00:50# 122. lþ. 104.91 fundur 305#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 122. lþ.

[11:00]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill taka eftirfarandi fram um fundahaldið í dag: Þeirri umræðu sem boðuð var um málefni Landsbankans, samanber 11. dagskrármálið og hefjast átti kl. 11, verður frestað þar til síðar í dag. Gert er ráð fyrir að umræðan um 11. dagskrármálið hefjist kl. 4 síðdegis.

Um kl. 3.30 verður gert hlé á þingfundi svo að ráðrúm gefist til þingflokksfunda. Forseti gerir enn fremur ráð fyrir stuttu hádegishléi í kringum kl. 1, eftir því hvernig stendur á umræðum. Atkvæðagreiðslu fara fram um kl. 4 í dag.