Ráðherraskipti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 15:05:17 (5554)

1998-04-16 15:05:17# 122. lþ. 106.1 fundur 310#B ráðherraskipti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar# (tilkynning ráðherra), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[15:05]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Í tilefni þessarar tilkynningar hæstv. forsrh. vill forseti færa fráfarandi fjmrh., Friðriki Sophussyni, þakkir fyrir samstarf á umliðnum árum og jafnframt færa nýjum fjmrh., Geir H. Haarde, árnaðaróskir í nýju og umfangsmiklu starfi. Samstarf forseta og formanna þingflokka er mikið og hefur vaxið á undanförnum árum. Í þeim hópi hefur Geir H. Haarde gegnt mikilvægu hlutverki. Samvinna við hann hefur verið sérstaklega ánægjuleg. Hans er því saknað úr þeim hópi og honum þökkuð störf á þeim vettvangi.