Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 15:50:00 (5565)

1998-04-16 15:50:00# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., KPál (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[15:50]

Kristján Pálsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að lýsa yfir undrun minni á því að stjórnarandstaðan skuli reyna að koma í veg fyrir að mál komist hér á dagskrá. (SighB: Það er ekki rétt.) (Gripið fram í: Það er enginn að því.) (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Stjórnarandstaðan er að reyna að koma í veg fyrir að þetta mál verði afgreitt á þessu þingi með upphlaupi og ég vil lýsa því yfir að ég er mjög undrandi á því að mönnum skuli detta það helst í hug að reyna að stoppa mál af þessu tagi. Hér er um stórkostlegt mál að ræða sem skapað getur hundruðum menntaðra Íslendinga vinnu og á eftir að skapa enn fleirum vinnu í framtíðinni. Ef stjórnarandstaðan ætlar að nota slík mál til þess að slá sér upp á, þá er hún á miklum villigötum.