Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 15:16:20 (5621)

1998-04-21 15:16:20# 122. lþ. 108.3 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, 509. mál: #A flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála# (gjald af flugvélabensíni) frv. 56/1998, samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[15:16]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég hef sennilega ekki verið nógu skýrmæltur í fyrri ræðu minni og skal endurtaka það sem ég sagði áðan og kom raunar fram líka í samgn. Við erum að tala um fjárhæð sem er auðvitað innan skekkjumarka. Við erum að tala um 17 millj. kr. á árinu 1998. Ef hv. þm. mundi glöggva sig á brtt. á þskj. 1140, sem hann sjálfur er flutningsmaður að, kemur fram að í áætlun um fjáröflun standa 22 millj. kr. sem er afgangur frá síðasta ári eða nokkru hærri fjárhæð en sú sem ég segi nú að sé innan skekkjumarka. Það er því alveg ljóst að áætlunin á síðasta ári hefur verið varkár og það er alveg ljóst að ef sú áætlun sem hér liggur fyrir stenst eins og áætlunin á síðasta ári er þó um einhvern smávegis greiðsluafgang að ræða þó að þessar 17 millj. kr. séu ekki teknar inn. Ég hygg að það sé því alveg ljóst að við erum að tala um fjárhæðir innan skekkjumarka. Við erum að tala um innan við 3% af heildartekjum Flugmálastjórnar. Ég hygg, herra forseti, að ekki þurfi að hafa um þetta fleiri orð.