Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 15:47:57 (5632)

1998-04-21 15:47:57# 122. lþ. 108.3 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, 509. mál: #A flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála# (gjald af flugvélabensíni) frv. 56/1998, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[15:47]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ástand Reykjavíkurflugvallar sem ég hef gert hér að umræðuefni hefur lengi legið fyrir. Vilji yfirvalda til að taka á málinu kemur fram í fjárveitingum. Ég hef gagnrýnt það. Það hefði verið hægt að leggja meira fé til flugvallarins, þá loksins að ætlunin er að vinda sér í þessa lífsnauðsynlegu framkvæmdir. Hugmyndum um framlög til flugvallarins var frestað og úr þeim dregið þegar til komu framkvæmdir við álverið á Grundartanga á síðasta ári. Þá þótti brýnna að snúa sér að framkvæmdum á Grundartanga en að lagfæra flugvöllinn í Reykjavík. Ég minni á það, herra forseti.