Bæjanöfn

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 19:43:11 (5670)

1998-04-21 19:43:11# 122. lþ. 108.8 fundur 164. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv. 40/1998, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[19:43]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek eftir því að í brtt. er áfram sami háttur hafður á og í frv. að það er rætt um að örnefnanefnd komi að býlanöfnum og ákvarði hvaða örnefni verða sett á landabréf sem ,,gefin eru út á vegum Landmælinga Íslands, eða með leyfi þeirrar stofnunar,`` svo ég vitni orðrétt, með leyfi hæstv. forseta.

Þess vegna langar mig til þess að spyrja hv. þm. Sigríði Önnu Þórðardóttur og frsm. nál. hvort nefndin hafi ekki kannað hvort mögulegt sé að það séu önnur kort, önnur landabréf sem gefin eru út en einungis á vegum Landmælinga Íslands eða með leyfi þeirrar stofnunar. Það skiptir máli fyrir þetta, herra forseti.