Bæjanöfn

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 19:48:13 (5673)

1998-04-21 19:48:13# 122. lþ. 108.8 fundur 164. mál: #A bæjanöfn# (örnefnanefnd) frv. 40/1998, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[19:48]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er einhver misskilningur í þessu máli. Það sem ég var að lýsa í framsögu minni var að á vinnslustigi frv. var haft samband við umhvrn. og fulltrúa Landmælinga Íslands um þennan þátt frv. sem snýr að úrskurðarvaldi um hvaða örnefni verða sett á opinber landabréf. Það var fyrst og fremst það sem ég átti við þegar það var nefnt, (ÖS: Það er orðað öðruvísi.) það er því einhver misskilningur að við höfum kallað á okkar fund í menntmn. fulltrúa frá umhvrn. og fulltrúa Landmælinganna sérstaklega út af þessu.