Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 13:01:30 (5688)

1998-04-22 13:01:30# 122. lþ. 109.91 fundur 314#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 122. lþ.

[13:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið verður til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um fjárhagsvanda Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Hæstv. heilbrrh. Ingibjörg Pálmadóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa.

Forseti minnir á áður en sú umræða hefst að á dagskrá fundarins eru tólf mál, sem eru eingöngu atkvæðagreiðslur, og þær fara fram að lokinni utandagskrárumræðunni.