Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 14:03:31 (5701)

1998-04-22 14:03:31# 122. lþ. 110.92 fundur 317#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 122. lþ.

[14:03]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Fyrir fullum fimm mánuðum, þ.e. 17. nóvember, lagði ég, ásamt hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur, fram fyrirspurn til hæstv. fjmrh. um skattalega meðferð lífeyrisiðgjalda sjálfstæðra atvinnurekenda. Nú er skammt eftir þings. Mig er tekið að lengja mjög eftir svörum við þeim spurningum sem við hv. þm. Ásta R. Jóhannesdóttir lögðum fram. Þess vegna langar mig til þess að biðja hæstv. forseta að ganga eftir því fyrir okkar hönd, gagnvart fjmrn., að þessu verði svarað. Ég veit að þar eru komnar ferskar og óþreyttar hendur undir árar þannig að ráðuneytinu verður ekki skotaskuld úr að ljúka þessu litla máli.

(Forseti (ÓE): Forseti mun kanna þetta mál að beiðni hv. þm.)