Markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis

Miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 21:15:23 (5755)

1998-04-22 21:15:23# 122. lþ. 110.21 fundur 609. mál: #A markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis# þál., Flm. StG
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 122. lþ.

[21:15]

Flm. (Stefán Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég kem fyrst og fremst upp til þess að þakka hv. þm. fyrir prýðilega góðar viðtökur við þessa tillögu. Ég og get tekið undir flestallt sem þeir sögðu. Ég trúi því sjálfur að hér sé reynt að leita farsælla leiða til að styrkja þessa atvinnugrein sem á vissulega í erfiðleikum í dag. Ég vil því nota þetta tækifæri, vegna þess að hér eru og hafa látið í sér heyra þrír ágætir þingmenn sem allir eiga sæti í landbn. Alþingis, til að benda á að mörgum væri mikill greiði gerður með því að hraða afgreiðslu málsins þannig að því lyki á þingi. Þá ynni þingnefndin gott starf.