Sumarkveðjur

Miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 22:03:53 (5761)

1998-04-22 22:03:53# 122. lþ. 110.95 fundur 318#B sumarkveðjur#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 122. lþ.

[22:03]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Þar sem þetta er síðasti fundur á þessum vetri vill forseti þakka hv. þingmönnum og starfsfólki Alþingis gott samstarf. Sumardagurinn fyrsti fer nú í hönd. Forseti á þá von heitasta að í hönd fari gott sumar með sólskini og hlýjum vindum og fuglasöng.

Lýk ég máli mínu með hinni gömlu góðu kveðju að óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars.