Þingsályktunartillaga um setningu reglna um hvalaskoðun

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 14:33:36 (5771)

1998-04-28 14:33:36# 122. lþ. 112.92 fundur 324#B afgreiðsla nokkurra þingmannamála# (aths. um störf þingsins), KH
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 122. lþ.

[14:33]

Kristín Halldórsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. formanni samgn. fyrir orð hans og tek að sjálfsögðu afsökunarbeiðni hans til greina. Ég upplýsi það að ég hef þegar þegið boð hv. samgn. um tilnefningu umsagnaraðila og get ekki gert annað en að kyngja vonbrigðum mínum með það að þetta skyldi fara svona og vinna sjálf að endurflutningi á næsta þingi með hliðsjón af þeim umsögnum sem ég vænti þá að muni berast. En ég hlýt að ítreka athugasemd mína við þessi vinnubrögð sem ég tel óeðlileg og ég vil segja lítilsvirðandi við störf þingmanna.