Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:38:14 (5799)

1998-04-28 16:38:14# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:38]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að vekja athygli viðstaddra á því hver vinnubrögðin eru við þetta stóra mál þegar það er kynnt hér, að nú eigi að dreifa samkomulagsáliti á þessum degi eftir að umræðan hefur staðið í eina og hálfa klst. sem komi að einhverju leyti til móts við þau sjónarmið sem ég hef kynnt.

Í fyrsta lagi er þetta eingöngu lítið skref, kannski hálft skref í átt til þess sem ég hef verið að færa rök fyrir. Í öðru lagi er alveg fráleitt að í svo stóru máli skuli menn hafa rifið frv. út fyrir páska --- átti eftir að afgreiða þátt sem þennan --- áður en kannað var hver staðan væri í nefndinni. Þessi tillaga er ekki nægileg fyrir mig til að standa að henni. Þessi tillaga er bara hálft skref.

Hins vegar er tillagan það sem menn hafa reynt að koma sér saman um út af hörðum ágreiningi nokkurra þingmanna Framsfl. hér á svæðinu, m.a. Sivjar Friðleifsdóttur, og ég get hrósað henni fyrir baráttu hennar í þessum málum.