Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:42:55 (5803)

1998-04-28 16:42:55# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:42]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Orðið ,,grundvallarmisskilningur`` er mjög notað um þessar mundir af stjórnarliðunum. Þetta sagði líka formaður þingflokks Framsfl. þegar undir hann var borin áskorun 90 manns, prófessora og sérfræðinga, sem gagnrýndu frv., ,,grundvallarmisskilningur``.

Virðulegi forseti. Heimild til þess að láta vinna svæðisskipulag er til staðar í skipulagslögunum. Svæðisskipulag samkvæmt skipulagslögunum, eins og þau eru núna, er eingöngu leiðbeinandi gagnvart aðalskipulagi sveitarfélaga auk þess sem sveitarfélögin eru ávallt með deiliskipulagið.