Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 16:50:02 (5809)

1998-04-28 16:50:02# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[16:50]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Heldur þykir mér þetta vesæll málflutningur. Ég er alltaf tilbúin að svara fyrir Alþfl., og Alþfl. hefur átt tvo umhvrh. Sá fyrri þeirra bar hér fram tillögu og þingmaðurinn ætti bara að lesa sér til um hvernig dreifbýlisfólk flykktist til höfuðborgarinnar til að mótmæla.

Alþfl. hefur haft stefnu í þessum málum og reynt að koma til leiðar því sem ég er að tala um. En að láta sér detta það í hug þegar við erum að tala um það sem hefur gerst á hálendinu, stjórnsýslulausu hálendinu í áratugi, að ætla að skrifa það á Alþfl. þó að hann hafi verið í ríkisstjórn á árunum 1987--1995 og verið með umhvrn. í örfá ár. Að ætla sér að skrifa það á Alþfl. sem hefur verið að gerast á hálendinu á undangengnum áratugum er svo vesælt að það er ekki einu sinni hægt að svara þessu.