Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 17:14:10 (5819)

1998-04-28 17:14:10# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[17:14]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það athyglisvert að heyra hér yfirlýsingar, m.a. frá aðilum sem áttu að veita svona forustu varðandi þau skipulags- og byggingarlög sem Alþingi samþykkti fyrir tæpu ári síðan. Ég mun koma að því síðar í umræðunni.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því hvort það frv., sem hér hefur verið lagt fram og hæstv. ráðherra mælti hér með óbeint fyrir, sé stjfrv. Eins og það liggur hér fyrir þinginu hefur það þann búning. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra: Er þetta frv. stjfrv.? Stendur ríkisstjórnin að baki málinu? Hvað ætlast hæstv. ráðherra fyrir varðandi afgreiðslu þessa frv.? Er gert ráð fyrir að leita afbrigða til að fá það tekið til umræðu og afgreiðslu á þessu þingi?

[17:15]

Jafnframt vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvernig gert sé ráð fyrir að ljúka og staðfesta það svæðisskipulag sem er nú til athugunar að fengnum athugasemdum á vegum sérstakrar samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins, hvort það verði ekki örugglega staðfest. Hefur 703. mál, eða breytingar á skipulagslögum sem hæstv. ráðherra gat um, verið kynnt þeim sem vinna að svæðisskipulagi miðhálendisins og má treysta að það setji það mál á engan hátt í tvísýnu?