Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 18:56:22 (5842)

1998-04-28 18:56:22# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[18:56]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess eftir þessa fróðlegu umræðu um fundarstjórn forseta að þetta tiltekna frv. er ekki á dagskrá yfirstandandi fundar né heldur hefur borist beiðni frá hæstv. ráðherra um að það komi á dagskrá þessa þings, kunni það að skýra málið að einhverju leyti.

Vegna fyrirspurnar um framhaldandi þinghald er ráð fyrir því gert að matarhlé verði að aflokinni ræðu hv. 14. þm. Reykv. Standi hún fram yfir hálfátta verður gert hlé á ræðu hennar.