Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:23:17 (5857)

1998-04-28 22:23:17# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:23]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr hv. þm. Ágúst Einarsson: Hvar eru fulltrúar Reykjavíkur og Reykjaness í tillögunni sem Alþfl. leggur fram? Það er ekkert fast í hendi með það. Þar eiga að vera fjórir fulltrúar frá sveitarfélögunum, ekkert sagt hvaðan þeir eiga að koma og það eiga að vera fimm fulltrúar frá ráðuneytum og þar af á að vera einn frá iðnrn. og einn frá samgrn. Ég spyr: Hvaða sjónarmið heldur hv. þm. að komi fram með þeim fulltrúum?

Það að þessi nefnd eigi ekki að hafa neitt vald yfir núverandi vinnu sem búið er að vinna í samvinnunefndinni er ekki alveg rétt. Þessi nefnd á einmitt að gefa umsögn um þá tillögu áður en hún fer til ráðherra og síðan á nefndin eftir hverjar einustu sveitarstjórnarkosningar að meta hvort endurskipuleggja eigi og taka upp þetta svæðisskipulag og endurskoða það.