Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:33:48 (5867)

1998-04-28 22:33:48# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:33]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Varðandi þetta atriði, virðulegur forseti, þá býst ég við að þessi tólf manna tala sé sett niður vegna þess að núverandi samvinnunefnd eru tólf manns frá aðliggjandi sveitarfélögum. (Gripið fram í.) Forseti, ég vil biðja um hljóð hérna.

(Forseti (GÁ): Hljóð í þingsal.)

Hins vegar býst ég við að eins og þessi texti er hér á blaðinu, þá gætu þessi sveitarfélög tilnefnt fulltrúa, aðra en úr sínum eigin sveitarfélögum ef svo ber undir. Hvort þau yrðu nú hér á höfuðborgarsvæðinu skal ég ekkert segja en mér finnst það frekar ólíklegt. En ef hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson sér mikla annmarka á þessu og telur æskilegra að hafa héraðsnefndirnar inni í, þá væru hæg heimatökin að skoða það sérstaklega í umhvn. hjá hv. þm. Þetta væri í betri farvegi en hann telur í dag í dag. (JóhS: Kalla saman umhvn.)