Frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 10:56:52 (5888)

1998-04-29 10:56:52# 122. lþ. 114.93 fundur 329#B frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[10:56]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti telur sig vera að gæta þingskapa með því að taka þetta mál ekki á dagskrá. Það er of seint fram komið samkvæmt þingsköpum og dagskrá þessa fundar er þegar ákveðin. Forseti þekkir að sjálfsögðu 63. gr. þingskapanna. Eins og hv. þm. benti á má ákveða dagskrá næsta fundar með ályktun þingsins.

Forseti verður að viðurkenna að hann er ekki sérstakur talsmaður þess að fjölga málum á dagskrá þar sem svo stutt lifir þings en skilur þær athugasemdir sem hér hafa komið fram. Hann er tilbúinn að ræða þær við ráðherrann sem lagði frv. fram. Frv. er auðvitað frv. nú þegar, því hefur verið útbýtt í þinginu, en það verður ekki tekið á dagskrá nema með afbrigðum. Til þess kann vel að koma, það ætlar forseti ekki að útiloka það.