Frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 11:06:49 (5893)

1998-04-29 11:06:49# 122. lþ. 114.93 fundur 329#B frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[11:06]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti verður nú að viðurkenna að hann þekkir ekki þessa beiðni sem hv. þm. Sighvatur Björgvinsson er að greina frá að hann hafi borið fram við sitjandi forseta í gær.

Forseti vill aðeins ítreka þá skoðun sína að þegar mál kemur of seint fram samkvæmt þingsköpum, þ.e. eftir að sex mánuðir eru liðnir frá því að þing er sett, þá getur það ekki verið að forseti eigi að hafa frumkvæði að því að leita afbrigðanna. Það hlýtur að vera sá sem flytur málið, hvort sem það er ráðherra eða þingmaður. Slík beiðni hefur ekki komið til forseta. En forseti hefur heyrt ræðu hv. 4. þm. Vestf. um að hann hafi leitað eftir því að forseti hefði samráð við formenn þingflokka um hvort þetta mál kæmi á dagskrá. Það getum við athugað síðar í dag en dagskrá þessa fundar er ákveðin og forseti leitar nú samstarfs um það að við getum tekið til við dagskrármálin og rætt þau efnislega.