Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 14:55:22 (5911)

1998-04-29 14:55:22# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[14:55]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Göngum út frá því umræðunnar vegna að síðasta staðhæfing hv. þm. sé rétt. Það breytir ekki hinu að þingið grundvallaði ákvörðun sína að lokum á nál., sem var áréttað í ræðu af hv. þm., þar sem það kom skýrt fram að í þessu fælist ekkert um umráðarétt yfir miðhálendinu. Hv. þm. ítrekaði í ræðu sinni tvisvar sinnum nauðsyn þess að fram kæmi stefna þar að lútandi. Með öðrum orðum, herra forseti, var hann að segja í þessari ræðu að í frv. sem þingið samþykkti á grundvelli nál. frá umhvn., sem hann var aðili að, fælist engin stefnumörkun varðandi meðferð stjórnsýslu á miðhálendinu. Þetta fannst honum þá. Og því getur hann ekki komið núna og haldið því fram að í þessu frv. hafi slík stefna falist. Í því er einfaldlega þverstæða sem er ekki hægt að leysa.