Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 15:02:38 (5915)

1998-04-29 15:02:38# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[15:02]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég mun ekki grípa til þess að reyna að sálgreina nokkurn þingmann. Til þess er ég ekki hér. Ég er að bregðast við ræðu og geri það fremur mjúklega miðað við andsvar þingmannsins við ræðu minni í gær sem var sett fram að mínu mati af fagmennsku og ég færði rök fyrir þeim sjónarmiðum sem jafnaðarmenn hafa sett fram alla tíð og við ræddum í fyrra þegar við vorum að ræða tillögurnar um landið, þjóðareign.

Ég hef fært rök fyrir því að það sé mjög mikilvægt að fara í hlutina í rétti röð, m.a. eins og þingmaðurinn hefur sett fram tillögur um, skoða hvar við viljum koma upp þjóðgörðum, ákveða svæði sem má vernda og verja fyrir umferð. Hvaða svæði þola að lenda í orkumálunum?

Þá ætla ég líka að rifja það upp að Alþfl. áréttaði á flokksþingi sínu fyrir tveimur árum að hann mundi endurskoða stefnu sína með tilliti til breyttra þátta og aðildar okkar að nýjum alþjóðasamningum sem voru þá á döfinni.