Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 15:04:05 (5916)

1998-04-29 15:04:05# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[15:04]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég gleðst yfir öllu sem horfir til góðrar áttar hjá hv. þm. Alþfl. sem og Alþfl. og ég hef leyft mér þann munað að fylgjast með málum Alþfl. í umhverfismálum um mjög langa hríð. Hv. þm. vildi ætla mér eitthvað verri tilfinningar til Alþfl. en ýmissa annarra í ræðu sinni í gær. Það er mikill misskilningur. Ég met Alþfl. Ég reyni að gera það að verðleikum en auðvitað út frá viðhorfum mínum og ég hef alltaf litið á hann sem flokk sem stæði í fæturna.

Mér líst hins vegar ekkert á það ef Alþfl. ætlar að fara út á einhverjar slóðir þar sem enginn getur lesið í hvert verið er að fara. Það er leiðsögn sem ég treysti mér ekki til að hlíta.