Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:04:30 (5923)

1998-04-29 16:04:30# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:04]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu var stórfróðlegt að fá menningarvita til að fjalla um menningarpólitískt atriði sem oft hefur verið rætt um. Oft hefur verið talað um sporgöngumann sem þann sem gengur á undan. Það má vel vera að samkvæmt orðskýringum sé það rangt.

Ég fagna því hins vegar að hv. 4. þm. skildi það sem undirritaður átti við. Og það er mest um vert, þar var átt við brautryðjanda eða frumherja. Ég þakkaði einmitt hv. 4. þm. Austurl. fyrir að vekja athygli á því að í velflestum velferðarmálum sem almenningur býr við á Íslandi hefur Alþfl. verið frumherji, brautryðjandi.

Ég nefndi að hann væri sporgöngumaður af því að í mínum skilningi, þó að hann sé kannski rangur, er sporgöngumaður sá sem fer á undan. Það getur vel verið að það sé rangt og það hefur þá brenglast. Ég man ekki eftir að hafa flett upp á þessari skýringu í orðabók en hygg að ég hafi einhvern tíma ráðið krossgátu þar sem þetta var ráðið akkúrat á þennan veg. Sá sem er sporgöngumaður var þar brautryðjandi. Ég held að það sé rétt hjá mér. Við getum því deilt um þetta.

En ég þakka hv. 4. þm. Austurl. fyrir að vekja svo rækilega athygli á því að Alþfl. er brautryðjandi í velflestum velferðarmálum sem almenningur á Íslandi býr við.