Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:07:34 (5925)

1998-04-29 16:07:34# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:07]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hv. 4. þm. Austurl. skuli sakna Jóns Baldvins Hannibalssonar. Það er hárrétt að þar er skarð fyrir skildi þó að það hafi verið fyllt með mjög góðum eftirmanni.

En ég vil gera að mínum, orð hv. þm. Ólafs Arnar Haraldssonar í Morgunblaðinu 22. apríl: ,,Við Íslendingar eigum miðhálendið allir saman og eigum þar jafnan rétt. Raunar er miðhálendið einskismannsland og segja má að landnámi Íslands ljúki með því að ríkið kastar eign sinni á svokallaðar þjóðlendur.``

Hérna er verið að taka upp meginmál. Ég mun nota tækifærið síðar til þess að vitna í grein hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur sem er að mínu viti ein hin merkilegasta sem rituð hefur verið um þessi mál og birtist í Morgunblaðinu í dag.