Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:13:35 (5928)

1998-04-29 16:13:35# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:13]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að hv. þm. hefur ekki rætt við neina sérfræðinga um þetta mál og hans röksemdafærsla er því engin. Það er kannski í takt við það sem verið hefur ríkjandi í þeirri stjórn á skipulagsmálum hálendisins undir Alþfl. á síðasta kjörtímabili. Ef við lítum á þá staðreynd að undir því stjórnleysi sem ríkti á hálendinu á þeim tíma fengu svokallaðir landeigendur, sem voru það svo ekki, hundruð milljóna af almannafé. (Gripið fram í: Er búið að breyta því?) Það er búið að breyta því já. Því hefur verið breytt og það er ein ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að halda þessu máli ... (Gripið fram í: Hvenær var það gert?) Herra forseti. Ég vonast til þess að ég fái lengri tíma til þess að ræða við hv. þm. um þetta atriði, en því hefur verið breytt og var gert með skipulagslögunum í fyrra.