Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 21:45:01 (5949)

1998-04-29 21:45:01# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÁMM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[21:45]

Árni M. Mathiesen (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ágústi Einarssyni að hv. þm. eru vel sprækir og ekkert að vanbúnaði að halda umræðunni áfram.

Hins vegar hefur margsinnis komið fram í umræðunni að það stendur ekki til að frv. umhvrh. komi á dagskrá. Það er of seint fram komið og þar af leiðandi ekki samkvæmt þingsköpum að taka það á dagskrá. Ekki hefur komið fram nein beiðni um það af hálfu þess ráðherra sem flytur málið að það verði gert og sú beiðni mun ekki koma. Það stendur ekki til að taka málið á dagskrá og óþarfi að karpa meira um það.