1998-04-30 02:13:09# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[26:13]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta trikk sem forseti reyndi núna áðan, að ræða við stjórnarandstöðuna meðan næsti ræðumaður talar, hefur verið notað þrisvar í nótt. Það verður ekki keypt einu sinni enn. Ég óska eftir því að fundinum verði þegar í stað frestað og rætt við forustumenn þingflokkanna um hvenær fundinum lýkur. Þetta er engin framkoma, herra forseti. Og ég fer fram á það í fullri vinsemd að forsetinn stígi niður af tróni sínum og tali við það fólk sem er í salnum smástund.