1998-04-30 02:14:27# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[26:14]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér hafa tveir þingflokksformenn talað fyrir hönd þingflokks jafnaðarmanna og fyrir hönd Alþb. og óháðra. Þeir hafa óskað eftir fundarhléi og fært fyrir því rök. Eðlilegast væri að verða við því. Forseti hefur hlýtt á þessi rök og enn og aftur lagt til að næsti ræðumaður taki til máls svo honum gefist tækifæri á að íhuga þetta mál.

Hæstv. forseti hefur sér eitt til málsbóta í þessu efni. Hann er nýkominn í forsetastól. Mér fyndist rétt að forseti íhugaði málið í þriðja sinn og gæfi þetta fundarhlé. Hann hefur hins vegar ítrekað farið fram á að næsti ræðumaður fái að hefja mál sitt þannig að honum gefist tækifæri til að ráða ráðum sínum við aðra.

[26:15]

Ég fyrir mitt leyti, nú tala ég ekki fyrir þingflokka, þingflokksformenn verða að gera það, tel að ef forseti nær þeirri niðurstöðu mjög fljótlega að þessu máli verði frestað þá væri kannski ekkert óeðlilegt að verða við því. Við vitum að þeim forseta sem nú er í stólnum er annt um það að hafa gott samkomulag hér á milli.

Ég legg þetta enn og aftur í hendur forseta en ítreka að hér hefur af hálfu þingflokksformanna formlega verið farið fram á að gefið yrði stutt hlé og það væri eðlilegast að gera það. Ég bið forseta um að íhuga hvort það geti ekki orðið eða þá hvort hann treysti sér þá til að taka sér mjög stuttan tíma til ráðfæringa um þetta mál þannig að við fáum þá niðurstöðu þess innan fárra mínútna.

(Forseti (GÁ): Forseti mun standa við það sem hann hefur sagt og skoða það sem komið hefur fram í þessari umræðu.)