Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:36:01 (6005)

1998-04-30 10:36:01# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:36]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Frv. það sem hér er lagt til að tekið sé á dagskrá var afgreitt þannig í ríkisstjórn að það yrði lagt fram til kynningar í þinginu eins og oft er með frumvörp á seinustu dögum þings. Það yrði ekki tekið til umræðu eða til afgreiðslu. Það var samþykkt þannig í báðum stjórnarflokkunum. Það eru fjölmörg þýðingarmikil mál á dagskrá þessa þings sem þarf taka til umræðu og afgreiða á seinustu dögunum og þess vegna er ástæðulaust að breyta þessari ákvörðun sem ríkisstjórn og stjórnarflokkar hafa tekið. Ég segi því nei.