Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:40:01 (6007)

1998-04-30 10:40:01# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:40]

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Ég tel að efni þessa frv. sé afgerandi þáttur í þeirri málamiðlun sem reynt var að skapa í nefnd um afgreiðslu sveitarstjórnarlaga. Ég tel að það lofi sannarlega ekki góðu að ekki skuli fallist á að taka þetta mál til umræðu og vísa því síðan í nefnd þannig að hægt sé að leita umsagnar um það og undrast ég mjög þessi vinnubrögð, enda hef ég aldrei orðið vitni að því áður að flutningsmenn frv. í þinginu neiti að taka málið á dagskrá og felli það í formlegri afgreiðslu. Ég er alveg viss um að það er algert einsdæmi í þingsögunni að menn neiti að taka til umræðu mál sem þeir sjálfir flytja. En eitthvað býr þar á bak við og hugsanlega miður skemmtilegt og það harma ég. En sjálfur segi ég að sjálfsögðu já.