Tillaga um dagskrá næsta fundar

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 10:47:01 (6012)

1998-04-30 10:47:01# 122. lþ. 115.91 fundur 331#B tillaga um dagskrá næsta fundar#, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[10:47]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Orðið svik á ekki við í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að fyrir lá þegar þetta mál var lagt fram að það væri eingöngu lagt fram til kynningar og það var alltaf talað um það á þann hátt í stjórnarflokkunum og í þeim viðræðum sem fóru fram á milli hv. þingmanna sem sitja í félmn.

Ég vil vekja athygli á því að þetta frv. á samkvæmt 3. gr. ekki að öðlast gildi fyrr en 1. janúar 1999 þannig að nægur tími gefst á haustþingi til að gera það að lögum. Við höfum fjölda mála til að vinna að í þinginu þessa fáu daga sem við eigum eftir að vera hér að störfum. Það eru miklar annir og það var aldrei ætlan hæstv. umhvrh. að mæla fyrir málinu núna en talið var rétt að leggja það fram til kynningar.

Þetta er aðalatriði þessa máls og ég vildi að það kæmi fram. Ég segi að sjálfsögðu nei við því, hæstv. forseti, að málið komi á dagskrá.