Rökstudd dagskrá við frv. til sveitarstjórnarlaga

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:00:01 (6019)

1998-04-30 11:00:01# 122. lþ. 115.93 fundur 333#B rökstudd dagskrá við frv. til sveitarstjórnarlaga# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:00]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu sem fór fram hér áðan þurfa ekki að koma neinum á óvart. Þingmálið er allt of seint fram komið og það var eingöngu lagt fram til kynningar. Það stóð aldrei til af hálfu stjórnarflokkanna að taka málið á dagskrá og ég verð að viðurkenna að það er nokkur nýlunda á síðustu dögum þings að vori að stjórnarandstaðan vilji fjölga stjfrv. á dagskrá með þessum hætti.