Ósk um viðveru ráðherra

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:19:57 (6029)

1998-04-30 11:19:57# 122. lþ. 115.95 fundur 336#B ósk um viðveru ráðherra# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:19]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka skýrt fram að forseti hefur ekkert brotið af sér í fundarstjórn en ég ætla að beina til hans ákveðnum tilmælum. Ástæðan er sú að hæstv. umhvrh. tók í umræðu um það dagskrármál, sem á að fara að ræða um núna á eftir, að sér að mæla fyrir öðru máli sem fæst ekki rætt hér. Það er því ekki um annað að ræða en fylgja fordæmi hæstv. ráðherra sem hóf umræðu um málið undir þeim dagskrárlið sem á að hefjast núna, fylgja því fordæmi þannig að ræða það mál þá jafnframt breytingunni á sveitarstjórnarlögum.

Tilmæli mín til hæstv. forseta eru þau að hann sjái svo til að í framhaldi umræðunnar sem mun hefjast á eftir verði því hæstv. umhvrh. viðstaddur eins og hæstv. félmrh. og mér finnst eðlilegt eins og málin eru í pottinn búin að hæstv. forsrh. gegni líka þingskyldum sínum og sé viðstaddur umræðuna.

Tilmæli mín til virðulegs forseta vegna umræðu sem ég vakti um stjórn þingsins eru þau að hann beiti sér fyrir því að þessir þrír ráðherrar a.m.k. séu viðstaddir umræðuna sem á eftir að fara fram um sveitarstjórnarlögin.