Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:40:30 (6037)

1998-04-30 11:40:30# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:40]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Það að ekki hafi komið fram gagnrýni á frv. þarf ekki að þýða að það sé efnisrýrt. Ég tel að það sé fjarri því. Með frv. eru gerðar veigamiklar breytingar, bæði það að fella burt ákvæðin um kosningar til sveitarstjórna og sömuleiðis ákvæði sem hér hefur mjög mjög verið rætt, að sveitarfélögin nái til landsins alls. Það er ekki svo lítið og það er umdeilt en menn hafa nálgast þetta. Ég leit svo á að þingflokkur Alþb. og óháðra hefði stutt þá útfærslu sem hér er lögð til.

Síðan vil ég nefna að þátturinn um fjármál sveitarfélaga er mjög mikilvægur. Þar er á ferðinni, svo að ég noti orð þingmannsins, mjög metnaðarfullur hluti af sveitarstjórnarlöggjöfinni. Ég tel að rík ástæða sé til þess að afgreiða þetta mikilvæga frv.