Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 12:00:43 (6052)

1998-04-30 12:00:43# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[12:00]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sturla Böðvarsson flutti stutta og kannski ekki yfirgripsmikla ræðu um það málefni sem við höfum verið að ræða undanfarna tvo daga. En honum var mjög tíðrætt um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar eða þeirra sem gagnrýnt hafa frv. snerist um að sveitarstjórnarmönnunum væri vantreyst.

Gagnrýni þessa máls snýst fyrst og fremst um það hvernig ná má heildstæðu svæðisskipulagi. Gagnrýnin byggir á því að með því að skipta hálendinu upp í ræmur sé hættan sú að þetta heildstæða svæðisskipulag náist ekki. Í sinni stuttu ræðu opnaði hv. þm. á að hugsanlega mætti reyna að ná samkomulagi einhvers staðar þarna á milli þessara sjónarmiða. Ég kem því upp fyrst og fremst til að spyrja hv. þm. hvernig hann sjái þetta samkomulag sem þarf vissulega að ná til þess að möguleiki væri að ná sáttum á milli mismunandi sjónarmiða.