Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 12:03:54 (6055)

1998-04-30 12:03:54# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[12:03]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var mjög merkilegt. En það virðist vera sem hv. þm. hafi ekki hlustað á formann þingflokks jafnaðarmanna sem talaði í dag og sagði að frv. til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum skipti akkúrat engu máli. Það þýðir því ekki að ræða um neinar leiðir til sátta við jafnaðarmenn vegna þess að þeir eru ekki einu sinni tilbúnir til þess að gera breytingar á skipulags- og byggingarlögum á grundvelli þess sem hefur verið rætt og tel ég að það sé á engan hátt innlegg til sátta í málinu. Það er vandamál hv. þingmanna þingflokks jafnaðarmanna en ekki okkar sjálfstæðismanna.