Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 14:44:37 (6064)

1998-04-30 14:44:37# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[14:44]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar af miklum kjarki. Hann er þess fullbúinn að mæta örlögum sínum. Ég er líka viss um það að kjósendur hans eru tilbúnir að mæta honum á velli kosninganna að einu og hálfu áru liðnu.

Herra forseti. Hv. þm. gerir grein fyrir því, bæði í ræðum og í áliti meiri hluta félmn., að hann hafi tvenns konar fyrirvara við frv. Annars vegar þarf að tryggja að skipulagsþátturinn sé tekinn út úr og settur í hendur sérstakrar samvinnunefndar og það er gert samkvæmt frv. hæstv. umhvrh.

Hinn fyrirvarinn er sá að tryggja þurfi aðgengi allra landsmanna að ákvarðanatöku. Það var ekki gert. Því ákvæði verður ekki fullnægt fyrr en frv. hæstv. umhvrh. verður breytt, orðið sveitarfélög, í þeirri grein sem þetta varðar, tekið út og orðið héraðsnefndir sett í staðinn. Hv. þm. hefur e.t.v. ekki gert sér grein fyrir þessu en fyrirvari hans er fallinn, sagði hann sjálfur, án þess að skilyrðum hans fyrir fallinu sé fullnægt.