Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 14:45:43 (6065)

1998-04-30 14:45:43# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[14:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í þá nefnd sem á að fjalla um svæðisskipulag miðhálendisins, sem verður aftur fært inn í aðalskipulagið samkvæmt því frv. sem liggur fyrir Alþingi en ekki hefur verið rætt, tilnefnir Samband ísl. sveitarfélaga fjóra fulltrúa en síðan tilnefnir félmrh. einn og umhvrh. skipar einn án tilnefningar. Það eru fulltrúar sem ég tel að muni gæta hagsmuna allra landsmanna nákvæmlega eins og í brtt. hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur, sem talar oft um sig sem ,,við jafnaðarmenn`` og er þar af leiðandi væntanlega að tala fyrir hönd hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Þar er gert ráð fyrir því að eingöngu fulltrúar úr ráðuneytum komi að skipulaginu. Þar með sé tryggt að allir landsmenn komi að því.

Ég reikna með því að fulltrúi umhvrh. og fulltrúi félmrh. mundu gæta hagsmuna þeirra landsmanna sem koma ekki beint að nefndinni.