Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 16:03:30 (6073)

1998-04-30 16:03:30# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[16:03]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Á þessum stutta tíma síðan samkomulagið kom fram hefur ekki tekist að ná þeim hópi saman. Þessi útreikningur sem hér var borinn á borð fyrir okkur er gjörsamlega fáránlegur. Við erum að tala um 18 manna nefnd og þar er tryggt að einn kemur frá Reykjanesi og hann er fullgildur meðlimur í þessari nefnd, þ.e. einn af 18, það eru áhrifin sem hann hefur þarna inni. Ég vil líka spyrja hv. þm. Sighvat Björgvinsson: Hver stóð fyrir þeirri nefnd sem nú er að vinna skipulagið á miðhálendinu? Þar eru 12 menn. Hvernig er hún skipuð? Enginn frá Reykjavík og Reykjanesi og Alþfl. átti frumkvæði að því að skipa þá nefnd. Hvar eru fulltrúar höfuðborgarsvæðisins þar?