Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 16:42:59 (6083)

1998-04-30 16:42:59# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[16:42]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil minna á að í nál. meiri hlutans kemur fram að meiri hlutinn telur eðlilegt að hálendið verði skipulagt af einni svæðisskipulagsnefnd. Sá meiri hluti sem skrifaði undir án fyrirvara hafði þetta ákvæði með í áliti sínu. Aðrir aðilar úr meiri hlutanum, sem skrifuðu undir álitið með fyrirvara, féllu frá fyrirvaranum þegar þeir sáu brtt. við 12. gr. skipulagslaga. Þá féllu þeir frá fyrirvara sínum. Ég vil bara ítreka að í félmn. var aldrei rætt um neitt slíkt samkomulag. Það kom aldrei til umræðu þar og var því ekki hluti af nál. eða niðurstöðu nefndarinnar á afgreiðslu sveitarstjórnarlaganna. Mér finnst mjög mikilvægt að það líti ekki þannig út að meiri hluti félmn. hafi verið að ganga á bak einhverju samkomulagi sem átti að hafa verið gert. Það var ekkert samkomulag.