Svör ráðherra við fyrirspurn

Mánudaginn 04. maí 1998, kl. 12:06:20 (6133)

1998-05-04 12:06:20# 122. lþ. 116.93 fundur 341#B svör ráðherra við fyrirspurn# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 122. lþ.

[12:06]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti verður að geta þess að umræðunni um fyrirspurnina var lokið og forseti sér ekki hvað þetta kemur fundarstjórn forseta við þótt menn séu óánægðir með svör hæstv. ráðherrans. Umræðunni var lokið um fyrirspurnina og málið tekið út af dagskrá. (Heilbrrh.: Er ekki hægt að svara?) Umræðunni var lokið. Ef það er eitthvað í fundarstjórn forseta sem hæstv. ráðherra þarf að gera athugasemdir við fær ráðherrann orðið.